Súkkulaðiskonsur

2  3/4 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

1/4 tsk salt

1/2 tsk sykur

1/4 dl olía

3/4 dl mjólk

1/4 dl jógúrt eða súrmjólk

50 g súkkulaði (gróf hakkað)

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 225°c
 2. Blandið saman í skál hveiti, lyftidufti, salti og sykri.
 3. Pískið saman í annarri skál olíu, mjólk og jógúrti. Hellið saman við þurrefnin. Hrærið varlega
 4. Grófhakkið súkkulaðið og setjið varlega saman við deigið.
 5. Sáldrið örlitlu hveiti á hreina borðplötu. Fletjið deigið þar út þar til það verður ca 1 1/2 cm á þykkt.
 6. Takið glas ca 7 cm í þvermál og notið til þess að móta hringi í deigið.
 7. Setjið hringina á bökunarplötu með pappír og bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 12 mínútur.
Advertisements

Hafragrautur Langó

3 dl vatn

1 dl haframjöl

1 msk hveitiklíð

1/4 tsk salt

Aðferð:

 1. Allt sett í pott og látið sjóða, hrærið reglulega í á meðan suðan kemur upp.
 2. Þegar grauturinn fer að þykkna er gott að slökkva undir pottinum og láta grautinn standa í nokkrar mínútur.
 3. Hafragrauturinn er svo borinn fram með mjólk,  kanil, söxuðum döðlum , rúsínum og aprikósum.

Grænmetissúpa

1/2 laukur

2 litlar gulrætur

1 hvítlauksrif

2 msk olía

1/2 dós niðursoðnir tómatar

1 msk tómatpúrra

1/2 teningur grænmetiskraftur

2 dl vatn

1/4 tsk salt

1/4 tsk svartur pipar

1 tsk basilika

1 tsk oregano

1/2 tsk sykur

Aðferð:

 1. Skrælið gulræturnar og takið utan af lauknum. Skerið gulrótina og laukinn smátt.
 2. Setjið olíu í pott og létt steikið grænmetið.
 3. Setjið vatnið, tómatinn og kryddin út í og látið suðuna koma upp.
 4. Lækkið hitann og látið malla í 30 – 60 mínútur, Hrærið af og til í súpunni.
 5. Berið fram með sýrðum rjóma og ferskum kóríander.

Hjónabandssæla í muffuformum

2 dl hveiti

2 dl heilhveiti

3/4 dl púðursykur

1/2 tsk matarsódi

80 g smjör (við stofuhita)

1 egg

1 tsk rabarbarasulta til að setja í hver form

Aðferð:

 1. Blandið öllum þurrefnu8num saman í skál.
 2. Myljið smjörið saman við.
 3. Hrærið eggið út í og blandið vel með sleikju.
 4. skiptið 2/3 af deiginu í 12 muffuform og þjappið örlítið.
 5. Setjið sultu ofan á deigið.
 6. Myljið afganginn af deiginu ofan á sultuna í hvert form.
 7. Bakið við 200°c í um það bil 15 mínútur.

Naan brauð

1 dl mjólk

1 msk sykur

2 1/2 tsk þurrger

3 1/4 dl hveiti

1 dl heilhveiti

1/2 dl sesamfræ

1/2 tsk salt

1 tsk lyftiduft

2 msk ólífurolía

1 1/2 dl júgúrt eða ab mjólk

Til að velta upp úr:

Maldon sal6t, fínt mulið

Garam masala krydd

Til penslunar:

ólífurolía

Fínt saxaður eða marinn hvítlaukur

Ferskar kryddjurtir td kóríander

Aðferð:

 1. Velgið mjólkina og leysið gerið upp í henni.
 2. Blandið hráefnunum öllum saman. Hnoðið deigið og látið hefast í ca 10 mínútur í skálinni sem sett er heitt vatn í eldhúsvaskinum.
 3. Skiptið deiginu í litlar kúlur og fletjið út í þunnar kökur með hendinni eða kökukefli. Veltið hverri köku upp úr salti og gharam masala kryddinu.
 4. Bakið í ofni undir grilli þar til brauðið er vel brúnt. (ath tekur stuttan tíma, þarf að vakta).
 5. Þegar brauðin eru tekin út úr ofninum eru þau strax pensluð með olúblöndunni  og kryddjurtum stráð yfir.

Eplamuffins

1 egg

3/4 dl sykur

1 tsk lyftiduft

1 1/2 dl hveiti

2 msk olía

1 msk mjólk

1/2 epli

2 msk kanilsykur

Aðferð:

 1. Eplið er flysjað og skorið í litla bita og sett í skál ásamt kanilsykri og látið bíða.
 2. Egg og sykur þeytt vel saman þar til það er létt og ljóst.
 3. Hveiti, lyftidufti,olíu og mjólk blandað varlega saman við eggið og sykurinn, síðast er eplinu blandað saman við, notið sleikju.
 4. Sett í muffinsform og bakað við 200°c (blástur) í 10-12 mínútur.

Skólamuffins

1 egg

1 dl sykur

Þeyttu egg og sykur vel saman.

1/2 dl mjólk

1/2 dl olía

Blandaðu olíu og mjólk saman og helltu út í skálina.

1 1/2 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk vanilludropar

1 msk kakó

Blandaðu þurrefnunum varlega saman við með sleikju.

Skiptu deiginu jafnt í muffinsformin.

Bakist í miðjum ofninum við 200°c í 15 mínútur.

Gíssíni ítalskar brauðstangir

2 1/2  dl hveiti

1/2 dl heilhveiti

1/2 dl vatn

2 tsk þurrger

1/2 msk hunang

1 tsk salt

Hörfræ eða sesamfræ til að strá inn í deigið

Kryddblanda  (td. 1/4 dl olía og kryddjurtir eftir smekk)

Aðferð:

Leysið gerið upp í ylvolgu vatni og bætið hunangi út í.

Heilhveiti og salt sett út í vökvann.

Hveitinu er smátt og smátt bætt í.

Hnoðið fyrst í skálinni og svo á borðinu í ca. 5 mínútur.

Látið heitt vatn í vaskinn, skálin með deiginu er látin standa í vaskinum í 10 mínútur.

Deigið er næst flatt út í ca. 1 cm þykka aflanga köku.

Deigið er smurt með kryddblöndunni og fræjunum stráð yfir.

Deigið er næst brotið saman í þrennt og rennt yfir með kökukefli.

Skorið í ræmur og rúllað upp á ræmurnar frá báðum endum.

Bakið við 200°c í 10 mínútur.

Pastarétturinn hennar mömmu

1 dl pastaskrúfur
3 dl vatn

1/2 tsk matarolía

1/2 tsk salt

1 stk pylsa

nokkrir sveppir

1/4 paprika

2 tsk matarolía

Sósa:

1/2 dl vatn

1 msk sveppaostur

1 msk tómatsósa

pipar á hnífsoddi

1/8 tsk hvítlaukssalt

Aðferð:

 1. Skrúfurnar settar í sjóðandi vatn með olíunni og saltinu, soðnar eftir leiðbeiningum á pakka.
 2. Pylsan og grænmetið skorið smátt og steikt á pönnu í matarolíu.
 3. Hráefnið í sóuna er sett á pönnuna og hrært í.
 4. Vatninu er hellt af skrúfunum og blandað saman við pastasósuna á pönnunni.

Fagur fiskur úr sjó

½ laukur

1 msk matarolía

½  rauð paprika

100 – 150 g ýsa, roðdregin og beinlaus

Sósa:

¾ tómatsósa

1 dl vatn

1 tsk basil

½ tsk grænmetiskraftur

¼ tsk salt

Aðferð:

 1. Hreinsið og skerið laukinn smátt.
 2. Hreinsið og skerið paprikuna í mjóa strimla.
 3. Skerið fiskinn í litla bita.
 4. Blandið saman í skál: tómatsósósu, vatni, basil, grænmetiskrafti og salti.
 5. Hitið olíuna á pönnu og látið laukinn krauma við lágan hita þar til hann er glær.
 6. Hellið nú sósunni úr skálinni á pönnuna og látið krauma í 3-5 mínútur.